Baltasar Kormákur ásamt Victoriu Abril og Þorfinni Ómarssyni.
Baltasar Kormákur ásamt Victoriu Abril og Þorfinni Ómarssyni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ voru fleiri stjörnur en Björk Guðmundsdóttir sem gengu eftir rauða dreglinum til frumsýningar myndarinnar Dancer in the Dark í fyrradag, þó að Björk hafi vissulega vakið mesta athylgi viðstaddra.

ÞAÐ voru fleiri stjörnur en Björk Guðmundsdóttir sem gengu eftir rauða dreglinum til frumsýningar myndarinnar Dancer in the Dark í fyrradag, þó að Björk hafi vissulega vakið mesta athylgi viðstaddra. Franska leikkonan Catherine Deneuve gekk við hlið Bjarkar og vöktu eyrnalokkar hennar töluverða athygli og telja fróðir menn að þeir séu milljóna króna virði.

Þá mætti fjöldi annarra Íslendinga á frumsýninguna, þeirra á meðal kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson ásamt Önnu Maríu Karlsdóttur. Baltasar Kormákur og Þorfinnur Ómarsson leiddu á milli sín spænsku leikkonuna Victoriu Abril sem leikur í kvikmyndinni 101 Reykjavík. Sú mynd var frumsýnd í fyrradag og var sýningarsalurinn svo þétt setinn að sumir sýningargestir urðu að sitja á gólfinu.