NÚ er sá tími sem menn eru að setja niður kartöflur víða um land. Katrín Brynjólfsdóttir og Guðgeir Guðmundsson voru að setja niður kartöflur í kartöflugörðum Víkurbúa austan við Vík, þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti leið hjá.

NÚ er sá tími sem menn eru að setja niður kartöflur víða um land. Katrín Brynjólfsdóttir og Guðgeir Guðmundsson voru að setja niður kartöflur í kartöflugörðum Víkurbúa austan við Vík, þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti leið hjá. Katrín segir að þau setji niður í þetta sinn 25 kg af kartöfluútsæði, og að þetta sé nokkurs konar tómstundagaman hjá þeim hjónum og fara þau reglulega allt sumarið til að fylgjast með vexti kartaflnanna.

Fagradal.