Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar FNA, undirrituðu samninginn.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar FNA, undirrituðu samninginn.
Egilsstöðum - Háskólinn á Akureyri og Fræðslunet Austurlands hafa gert með sér samkomulag um fjarkennslu í námi á háskólastigi.
Egilsstöðum - Háskólinn á Akureyri og Fræðslunet Austurlands hafa gert með sér samkomulag um fjarkennslu í námi á háskólastigi. Markmið samkomulagsins er að efla háskólamenntun í þágu fólksins í landinu og til að ná þessu markmiði verður nýtt fullkomnasta upplýsingatækni við nám og kennslu. Samningurinn nær yfir fyrsta árs nám í hjúkrunarfræðum sem kennt verður á Egilsstöðum og nám í leikskólafræðum sem kennt verður í Neskaupstað og Hornafirði.

Það voru Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Jón Einar Marteinsson, formaður stjórnar FNA, sem undirrituðu samninginn. Þorsteinn fagnaði samningnum og sagði hann vera afrakstur samstarfs margra aðila, m.a. heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga. Hann sagði umsvif í fjarkennslu HA aukast til muna næsta haust með þessum samningi og að fjarkennsla hafi áhrif sameiningar á landshlutana. Markmiðið sé að koma upp landsháskóla með kennslustöðvum víða um land.