Hluti ráðstefnugesta.
Hluti ráðstefnugesta.
Vestmannaeyjar- Árlegur fundur Samorku, Samtaka orkufyrirtækja í landinu, var haldinn í Vestmannaeyjum 12. maí síðastliðinn. Þátttakendur voru alls 90 víða af landinu.
Vestmannaeyjar- Árlegur fundur Samorku, Samtaka orkufyrirtækja í landinu, var haldinn í Vestmannaeyjum 12. maí síðastliðinn. Þátttakendur voru alls 90 víða af landinu. Fundur Samorku, sem er fundur tæknimanna, vatnsveitna og hitaveitna í landinu, fór fram í sal Betelsafnaðarins og í Akogeshúsinu.

Samkvæmt upplýsingum Friðriks Friðrikssonar, rafveitustjóra í Vestmannaeyjum, tókst fundurinn í alla staði mjög vel og stóð hann yfir hluta af föstudegi og laugardegi en glimrandi stemmning var meðal fundarmanna og gesta að fundi loknum - í sannkölluðum Eyjastíl, sagði Friðrik.

Formaður Samorku er Júlíus Jónsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Suðurnesja, og framkvæmdastjóri er Eiríkur Bogason.