Árnesingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð á morgun
Árnesingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð á morgun
ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík verður á ferð um Norðurland helgina 19.- 21. maí. Í kvöld heldur kórinn tónleika í Glerárkirkju kl. 20.30 og er efnisskráin fjölbreytt.

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík verður á ferð um Norðurland helgina 19.- 21. maí. Í kvöld heldur kórinn tónleika í Glerárkirkju kl. 20.30 og er efnisskráin fjölbreytt. Þar má nefna vinsæl dægurlög, lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirsson og George Gershwin ásamt syrpu af lögum úr Meyjarskemmunni eftir Franz Schubert. Einsöngvarar eru þeir Árni Sighvatsson og Þorsteinn Þorsteinsson, undirleik annast Richard Simm og stjórnandi er Sigurður Bragason.

Á laugardag heldur kórinn til Grímseyjar og verður efnt til skemmtunar með eyjarskeggjum.