Ingigerður segir tölvukunnáttuna hafa opnað nýjan heim.
Ingigerður segir tölvukunnáttuna hafa opnað nýjan heim.
TÖLVA hefur verið á heimilinu í mörg ár en ég hef aldrei komið nálægt henni fyrr en nú," segir Ingigerður Traustadóttir sem nýlega sat CEEWIT-námskeið á Akureyri.

TÖLVA hefur verið á heimilinu í mörg ár en ég hef aldrei komið nálægt henni fyrr en nú," segir Ingigerður Traustadóttir sem nýlega sat CEEWIT-námskeið á Akureyri.

Ingigerður, sem er starfsmaður í Síðuskóla, segir að þegar vinna hafiþurft verk á tölvu hafi hún fengið annan starfsmann til þess að leysa sig af hólmi. Nú er hún á góðri leið með að verða tölvufíkill. "Börnin mín, sem eru flutt að heiman, eru ánægð með tölvukunnáttu móður sinnar, nú get ég verið í netsamskiptum við þau. Eiginmaðurinn er ekki eins hrifinn því stundum vill hann nota tölvuna þegar ég er að vinna á hana. Ekki hefur þó komið til handalögmála á heiminu," segir Ingigerður og skellihlær.

Áður en hún sótti CEEWIT-námskeiðið, var hún hálfpartinn hrædd við tölvur. "Fljótlega eftir að námskeiðið hófst uppgötvaði ég að það er ekkert að óttast. Ég þarf að æfa mig betur í ritvinnslunni en skemmtilegt finnst mér að vafra um á Netinu og skoða allt sem mér dettur í hug. Það er svo ótrúlega margt spennandi í boði. Segja má því að tölvukunnáttan hafi opnað mér nýjan heim."