SPENNAN á kvikmyndahátíðinni í Cannes er nú í hámarki fyrir verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn. Hin umtalaða kvikmynd Lars von Trier , Dancer In the Dark, með Björk Guðmundsdóttur í aðalhlutverkinu, hefur hlotið feikigóðar viðtökur og telja margir að hún hreppi Gullpálmann. Gagnrýnendur og blaðamenn, sem sáu myndina á miðvikudaginn, eru á einu máli um að frammistaða Bjarkar í erfiðu aðalhlutverkinu sé "stórfengleg" og "guðdómleg", svo dæmi séu tekin, og tónlist hennar taki mið af því umhverfi sem myndin gerist í. Pétur Blöndal spáir í spilin./ 4-5.