Nýjasta mynd Ridleys Scotts er frumsýnd í dag í Laugarásbíói og Háskólabíói, en hún heitir Gladiator eða Skylmingakappinn og gerist í Róm til forna.
Nýjasta mynd Ridleys Scotts er frumsýnd í dag í Laugarásbíói og Háskólabíói, en hún heitir Gladiator eða Skylmingakappinn og gerist í Róm til forna. Russell Crowe fer með titilhlutverkið, höfðingja sem fellur í ónáð hjá keisaranum og er kastað fyrir ljónin svo að segja. Með önnur hlutverk fara m.a . Richard Harris og Oliver Reed, en þetta var hans síðasta mynd.