SPRON veitti nýverið fimm námsmönnum námsstyrki. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 kr. og fjóra að fjárhæð 100.000 kr. hver. Allir sem eru í Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk.
Í úthlutunarnefnd sátu Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri og Anna Ásta Hjartardóttir og Jón Árni Ólafsson frá markaðssviði SPRON.
Námsstyrk að fjárhæð 150.000 krónur hlaut:
Jóna Ann Pétursdóttir. Jóna Ann stundar meistaranám í stjórnmálakenningum við London School of Economics.
Námsstyrki að fjárhæð 100.000 krónur hver hlutu eftirtaldir:
Bjarni Eyvinds Þrastarson, en hann stundar BS-nám í viðskiptafræði og fjármálum við Georg Washington University., Jóhann Friðrik Ragnarsson, en hann leggur stund á alþjóða markaðsfræði við Tækniskóla Íslands, Stella Sigurgeirsdóttir, en Stella stundar nám í grafíkdeild Listaháskóla Íslands og Þórður Ingi Guðjónsson. Þórður Ingi stundar doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.