Frá afhendingu námsstyrkjanna. Á myndinni eru styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Markaðssviðs SPRON sem afhenti styrkina, Önnu Ástu Hjartardóttur, markaðssviði SPRON og Grétu Kjartansdóttur, þjónustufulltrúa
Frá afhendingu námsstyrkjanna. Á myndinni eru styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt Kristni Tryggva Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Markaðssviðs SPRON sem afhenti styrkina, Önnu Ástu Hjartardóttur, markaðssviði SPRON og Grétu Kjartansdóttur, þjónustufulltrúa
SPRON veitti nýverið fimm námsmönnum námsstyrki. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 kr. og fjóra að fjárhæð 100.000 kr. hver. Allir sem eru í Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk.

SPRON veitti nýverið fimm námsmönnum námsstyrki. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 kr. og fjóra að fjárhæð 100.000 kr. hver. Allir sem eru í Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk.

Í úthlutunarnefnd sátu Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri og Anna Ásta Hjartardóttir og Jón Árni Ólafsson frá markaðssviði SPRON.

Námsstyrk að fjárhæð 150.000 krónur hlaut:

Jóna Ann Pétursdóttir. Jóna Ann stundar meistaranám í stjórnmálakenningum við London School of Economics.

Námsstyrki að fjárhæð 100.000 krónur hver hlutu eftirtaldir:

Bjarni Eyvinds Þrastarson, en hann stundar BS-nám í viðskiptafræði og fjármálum við Georg Washington University., Jóhann Friðrik Ragnarsson, en hann leggur stund á alþjóða markaðsfræði við Tækniskóla Íslands, Stella Sigurgeirsdóttir, en Stella stundar nám í grafíkdeild Listaháskóla Íslands og Þórður Ingi Guðjónsson. Þórður Ingi stundar doktorsnám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.