FRAMKVÆMDIR við seinni hluta Grafarvogskirkju eru komnar á lokastig og verður kirkjan vígð eftir rúman mánuð.

FRAMKVÆMDIR við seinni hluta Grafarvogskirkju eru komnar á lokastig og verður kirkjan vígð eftir rúman mánuð. Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að nú sé unnið af krafti við byggingarframkvæmdir, en það er byggingarfyrirtækið Eykt hf. sem sér um verkið.

Utan og innan á kirkjuna er verið að festa sérstaka granítsteina frá Spáni. Vígsla kirkjunnar 18. júní í sumar verður hluti af Kristnitökuhátíðinni.

Kirkjan verður næststærsta kirkja landsins í fjölmennustu sókninni. Fyrri hluti kirkjunnar var vígður árið 1993, en framkvæmdir við byggingu hennar hófust árið 1991.