Íbúar bæjarins Oberammergau í Bæjaralandi efna á tíu ára fresti til helgileiks um þjáningar og dauða Krists og taka um 2.000 manns þátt í sýningunni.
Íbúar bæjarins Oberammergau í Bæjaralandi efna á tíu ára fresti til helgileiks um þjáningar og dauða Krists og taka um 2.000 manns þátt í sýningunni. Hefðin fyrir helgileiknum á rætur að rekja til ársins 1634 er bæjarbúar strengdu þess heit að minnast frelsarans með þessum hætti í von um að þeir yrðu þá ekki drepsótt að bráð. Myndin var tekin á æfingu í fyrradag og er Anton Burkhart í hlutverki Krists. Búist er við allt að hálfri milljón gesta en leikurinn verður sýndur á sunnudag.