Hólmfríður Árnadóttir textílhönnuður afhendir Hönnunarsafninu kirkjuhöklana. Á myndinni eru, auk hennar, Aðalsteinn Ingólfsson, umsjónarmaður safnsins, Laufey Jóhannsdóttir, fulltrúi Garðabæjar í stjórnarnefnd, og Stefán Snæbjörnsson, formaður stjórnarnefn
Hólmfríður Árnadóttir textílhönnuður afhendir Hönnunarsafninu kirkjuhöklana. Á myndinni eru, auk hennar, Aðalsteinn Ingólfsson, umsjónarmaður safnsins, Laufey Jóhannsdóttir, fulltrúi Garðabæjar í stjórnarnefnd, og Stefán Snæbjörnsson, formaður stjórnarnefn
Í TILEFNI af alþjóðlega safnadeginum verða húsakynni Hönnunarsafns Íslands í Lyngási 7 í Garðabæ (hús Þjóðminjasafnsins) opin almenningi laugardaginn 20. maí frá kl. 11-16.

Í TILEFNI af alþjóðlega safnadeginum verða húsakynni Hönnunarsafns Íslands í Lyngási 7 í Garðabæ (hús Þjóðminjasafnsins) opin almenningi laugardaginn 20. maí frá kl. 11-16. Gefst þá gestum og gangandi tækifæri til að skyggnast inn í geymslu safnsins og skrifstofu og gaumgæfa þá muni sem safninu hafa borist að gjöf eða langtímaláni frá því það hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári. Má þar nefna töluvert magn húsgagna eftir marga helstu húsgagnahönnuði og arkitekta Íslendinga, lampa, textíla, leirmuni og ýmsa aðra nytjahluti eftir mismunandi hönnuði.

Einnig verða kynnt bæði húsgögn og smærri hlutir, eftir ýmsa hönnuði í Danmörku og Finnlandi sem safninu hafa borist.

Kirkjuhöklar að gjöf

Í þann mund sem undirbúningur þessa "opna húss" stóð sem hæst, barst Hönnunarsafninu tveir kirkjuhöklar með stólum sínum að gjöf frá Hólmfríði Árnadóttur textílhönnuði. Höklana gerði Hólmfríður sérstaklega fyrir kvenpresta um 1970, þegar íslenska kvennabaráttan stóð sem hæst. Höklarnir verða einnig til sýnis á "opnum degi".

Umsjónarmaður safnsins, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, verður á staðnum og veitir upplýsingar um það sem fyrir augu ber.