UM 7000 gestir sóttu sýninguna Daglegt líf sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um liðna helgi en þar sýndu um 80 fyrirtæki og stofnanir vöru og þjónustu sem þau hafa á boðstólum.
UM 7000 gestir sóttu sýninguna Daglegt líf sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri um liðna helgi en þar sýndu um 80 fyrirtæki og stofnanir vöru og þjónustu sem þau hafa á boðstólum. Að auki var boðið upp á margvísleg skemmtiatriði sem gestir kunnu vel að meta.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og knattspyrnudeild Þórs stóðu að sýningunni en Þórsarar og Fremri kynningardeild sáu um framkvæmdina.