Í sögnum kemur stundum upp sú staða þar sem nauðsynlegt er að taka afgerandi ákvörðun - hrökkva eða stökkva. Norður tilheyrir þeim flokki spilara sem "stekkur". Suður gefur; allir á hættu.

Í sögnum kemur stundum upp sú staða þar sem nauðsynlegt er að taka afgerandi ákvörðun - hrökkva eða stökkva. Norður tilheyrir þeim flokki spilara sem "stekkur".

Suður gefur; allir á hættu.

Norður
G852
Á6
DG985
K8
Suður
ÁD6
D53
ÁK104
Á72
Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 tígull
Pass 1 spaði Pass 2 grönd
Pass 6 tíglar Allir pass

Með slíkan makker er mikilvægt að úrspilstæknin sé í góðu lagi. Hvernig á suður að spila með laufgosa út?

Eftir að hafa þakkað makker fyrir hans framlag, er ekki um annað að ræða en taka trompin (þau falla 2-2), og svína spaðadrottningu. Hún heldur.

Þá er næsta verk að hreinsa upp laufið og taka spaðaás:

Norður
G852
Á6
DG985
K8
Vestur Austur
1074 K93
G984 K1072
32 76
G1094 D653
Suður
ÁD6
D53
ÁK104
Á72

Ekki kemur kóngurinn annar, en það er enn vinningsvon. Austri er spilað inn á spaðakóng, og nú vill svo vel til að hann á líka hjartakónginn og getur valið á milli þess að spila frá honum eða laufi út í tvöfalda eyðu. Unnið spil.

"Þvílík ótrúleg heppnislega..."

Vestur gerði sig líklegan til að kveina, en norður þaggaði strax niður í honum:

"Þú fékkst þitt tækifæri í fyrsta slag. Hjarta út banar slemmunni."