MAÐUR frá enska 1. deildarliðinu Bolton, sem þeir Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen leika með, var á leik Fram og KR á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.

MAÐUR frá enska 1. deildarliðinu Bolton, sem þeir Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen leika með, var á leik Fram og KR á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Hann kom gagngert hingað til lands til að fylgjast með Andra Sigþórssyni, sem átti mjög góðan leik. Gæti svo farið að Andri yrði eftirmaður Eiðs Smára hjá Bolton, en miklar líkur eru á að hann verði seldur frá félaginu.

Þá var einnig enskur umboðsmaður á leik Fram og KR, til að fylgjast með leikmönnum liðanna.