Popp-arinn Prince.
Popp-arinn Prince.
TÓNLISTARMAÐURINN Prince hefur meira verið í fréttum vegna nafns síns heldur en tónlistar undanfarið. Á tímabili kallaði hann sig "Táknið" en hefur nú aftur tekið upp nafið Prince.

TÓNLISTARMAÐURINN Prince hefur meira verið í fréttum vegna nafns síns heldur en tónlistar undanfarið. Á tímabili kallaði hann sig "Táknið" en hefur nú aftur tekið upp nafið Prince. En eitt sinn var það tónlistin hans sem vakti mesta athygli fólks og var þá platan Purple Rain og samnefnd kvikmynd í hávegum höfð.

En frést hefur að uppi séu áform um að gera skopstælingu á metsölu<myndinni "Purple Rain" sem kom tónlistarmanninum Prince almennilega á kortið árið 1984. Nýja myndin mun bera nafnið "Velvet Hail" eða flauelshaglél og segir frá miðaldra rokkstjörnu sem lifir á forni frægð þó stjarna hans hafi löngu dofnað. Myndin verður líkt og Purpuraregnið söng- og dansamynd. Leikstjóri Haglsins hefur óskaleikara í huga fyrir aðalhlutverkið og er það hinn þrautreyndi gamanleikari Chris Rock sem sást nú síðast í hlutverki þrettánda postula Krists í mynd Kevin Smith "Dogma".