HALLGRÍMUR Helgason opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti, laugardaginn 20. maí, kl. 14.
Hallgrímur hóf feril sinn sem myndlistarmaður árið 1983 eftir stuttan stans í listaskólum og hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í 30 samsýningum í ýmsum löndum. Undanfarin ár hefur hann helgað sig ritstörfum í auknum mæli en hefur nú, fyrir beiðni Sævars Karls, tekið fram pensilinn á ný eftir langt hlé.
Hallgrímur sýndi teiknimyndir í Galleríi oneoone á Laugavegi í fyrra og sýndi síðast málverk í Galerie Philippe Rizzo í París haustið 1997.