NÚ er Háskólakórinn staddur í Bologna þar sem hann tekur þátt í kóramóti með háskólakórum frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Kórinn lagði af stað þriðjudaginn 16. maí og kemur aftur fimmtudaginn 25.
NÚ er Háskólakórinn staddur í Bologna þar sem hann tekur þátt í kóramóti með háskólakórum frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Kórinn lagði af stað þriðjudaginn 16. maí og kemur aftur fimmtudaginn 25. maí, en að kvöldi þess dags frumflytur hann vinningslagið í samkeppni um nýjan háskólasöng við erindi úr ljóði Jónasar Hallgrímssonar, "Til herra Páls Gaimard" sem byrjar á orðunum "Vísindin efla alla dáð". Kórinn, sem er undir stjórn Egils Gunnarssonar, fer í boði Háskólakórsins í Bologna og syngur ásamt kórum menningarborganna og einsöngvurum, Requiem eftir Verdi og heldur svo tónleika með Háskólakórnum í Bologna þann 18. maí.