UNGLINGAKÓR og barnakórar Selfosskirkju efna til söngs á sunnudag frá kl. 13.30 sem stendur uppstyttulaust allt til kl. 18, en þá hefst aftansöngur í kirkjunni.
Tveir gestakórar taka þátt í söngnum, Litlir lærisveinar Landakirkju og Kór Hvassaleitisskóla í Reykjavík.
Ágóði tónleikanna rennur í ferðasjóð Unglingakórsins sem leggur af stað til Bandaríkjanna mánudaginn 22. maí. Þar verður hann fulltrúi Íslands við opnun þeirrar sýningar á íslenskum handritum, sem landafundanefnd stendur fyrir í Washington. Síðan heimsækir kórinn söfnuði og heldur tónleika í Princeton í Philadelphiu og húsi Sameinuðu þjóðanna í New York.