KÓR Hjallakirkju í Kópavogi heldur vortónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, þriðjudaginn 23. maí kl. 20.30. Á dagskrá kórsins er kirkjuleg og veraldleg tónlist af ýmsu tagi, bæði innlend og erlend.

KÓR Hjallakirkju í Kópavogi heldur vortónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, þriðjudaginn 23. maí kl. 20.30.

Á dagskrá kórsins er kirkjuleg og veraldleg tónlist af ýmsu tagi, bæði innlend og erlend. Auk venjubundins kórsöngs verður boðið upp á karlakvartettsöng, einsöng, tvísöng og kvennakór. Einsöngvarar eru María Guðmundsdóttir sópransöngkona, Gréta Jónsdóttir mezzosópran, Hákon Hákonarson tenór og Gunnar Jónsson bassi, þau eru öll úr röðum kórfélaga. Undirleikari með kórnum er Lenka Mátéová.

Kór Hjallakirkju hefur um árabil haldið tvenna tónleika á ári auk þess sem hann flytur ýmis verk við kirkjulegar athafnir í Hjallakirkju. Á síðasta ári fór kórinn í 10 daga söngferð til Svíþjóðar og Danmerkur.

Raddþjálfari kórsins eru söngkonurnar og kórfélagarnir María Guðmundsdóttir og Gréta Jónsdóttir. Söngstjóri og organisti Hjallakirkju er Jón Ólafur Sigurðsson.

Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, 1.000 kr., og 400 kr. fyrir aldraða og öryrkja. Frítt fyrir börn innan fermingar.