MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning:
Sprengingin í Enschede, laugardaginn 13. maí síðastliðinn, leiddi til þess að tvær íslenzk/hollenzkar fjölskyldur misstu allar eigur sínar, hús, innbú og annað það sem manninum fylgir. Vegna þessara hörmulegu atburða hafa aðstandendur sett á fót söfnun til styrktar Bjarna Ketilssyni og Birnu Margréti Júlíusdóttur og fjölskyldum þeirra. Opnaður hefur verið reikningur í Landsbanka Íslands 0111-05-268600 fyrir þá, sem vilja sýna þessum fjölskyldum stuðning í erfiðleikum þeirra.
Með fyrirfram þökk.
Guðný Óskarsdóttir
Skólavörðustíg 23,
Þórunn Óskarsdóttir
Óðinsgötu 2
Sigríður Jónsdóttir
Njálsgötu 33.