DÚETTINN Moloko náði alheimseyrum í fyrrasumar með endurhljóðblöndun af lagi sínu "Sing It Back" sem var að finna á afbragðsskífu þeirra "I Am Not A Doctor". Fyrsta plata þeirra "Do You Like My Tight Sweater?", sem kom út árið ´95 hét eftir fyrstu setningunni sem söngkona sveitarinnar, Roselyn Murphy, sagði við samstarfsmann sinn þegar þau kynntust í gleðskap. Á þeirri plötu var t.d. að finna hið frábæra lag "Fun For Me".
Núna mæta þau aftur til leiks og koma sér fyrir í 26. sæti listans með þriðju breiðskífu sína, "Things To Make And Do". Nýjasta smáskífulag þeirra "The Time Is Now" er greinilega að grípa athygli landsmanna.