MYSTERY WHITE BOY sem innheldur safn tónleikaupptakna með Jeff heitnum Buckley þeysist upp listann þessa vikuna.
MYSTERY WHITE BOY sem innheldur safn tónleikaupptakna með Jeff heitnum Buckley þeysist upp listann þessa vikuna. Buckley virðist ætla að falla í flokk þeirra listamanna sem náð hafa meiri hylli fólks liðnir en lífs því allt of fáir höfðu uppgötvað einstaka hæfileika hans þegar hann féll sviplega frá árið 1997 liðlega þrítugur að árum. Það var móðir Buckleys Mary Guibert sem safnaði hljóðritununum, sem gerðar voru á árunum 1994-96, saman með dyggri aðstoð hljómsveitar hans, einkum þó gítarleikarans Michael Tighe. Hafði Guibert að leiðarljósi að leiða saman öll bestu augnablik sonar síns á sviðinu og mynda úr þeim verðugan minnisvarða um ógleymanlegan listamann.