Alfred Rosenberg Daníelsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1952. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 16. maí.

Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.)

Það var fyrir rúmum tveimur árum að Alfred Rosenberg bættist í hóp starfsmanna Mónu. Alfred, sem í daglegu tali var alltaf kallaður Rósi, var myndarlegur og glaðlegur maður og var fljótur að ávinna sér traust, virðingu og vináttu samstarfsfólks. Hann var fljótlega valinn trúnaðarmaður starfsmanna og sinnti hann því starfi af mikilli prýði til síðasta dags. Rósi sem var menntaður kokkur var líka góður verkmaður, úrræðagóður og ósérhlífinn og leiðbeindi gjarnan vinnufélögum í margvíslegum störfum.

Við þökkum Rósa innilega fyrir samveruna og samstarfið, og kveðjum hann með söknuði. Aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð.

Sá er eftir lifir

deyr þeim sem deyr

en hinn dáni lifir

í hjarta og minni

manna er hans sakna.

Þeir eru himnarnir

honum yfir.

(Hannes Pét.)

Samstarfsfólk í Mónu.

Samstarfsfólk í Mónu.