23. maí 2000 | Fasteignablað | 187 orð | 1 mynd

Hótel í fullum rekstri á Siglufirði

Hótel Lækur á Siglufirði er til sölu hjá fasteignasölunni Fróni. Þetta er 160 fermetra hús með tíu gistiherbergjum o. fl. Ásett verð er 26,5 millj. kr., en áhvílandi eru 12 millj. kr.
Hótel Lækur á Siglufirði er til sölu hjá fasteignasölunni Fróni. Þetta er 160 fermetra hús með tíu gistiherbergjum o. fl. Ásett verð er 26,5 millj. kr., en áhvílandi eru 12 millj. kr.
Fasteignasalan Frón er með í einkasölu um þessar mundir Hótel Læk á Siglufirði. Þetta var áður Hótel Höfn, einn aðalsamkomustaður bæjarins. Húsið er þrjár hæðir, hver hæð að flatarmáli 160 fermetrar.
Fasteignasalan Frón er með í einkasölu um þessar mundir Hótel Læk á Siglufirði. Þetta var áður Hótel Höfn, einn aðalsamkomustaður bæjarins.

Húsið er þrjár hæðir, hver hæð að flatarmáli 160 fermetrar. Á efstu hæð er 160 fermetra gistirými, á annarri hæð er íbúð og gistirými, á jarðhæð er forstofa, móttaka og bar. Inn af því í viðbyggingu sem er bak við húsið er matsalur, eldhús og hátíðasalur. Húsið var byggt 1935 og er steinsteypt.

"Þetta er fyrirtæki í fullum heilsársrekstri og með góðum viðskiptasamböndum," sagði Finnbogi Kristjánsson hjá Fróni. "Þetta hús er ein af lífæðum Siglufjarðar, þarna hafa frá gamalli tíð verið haldin brúðkaup, fermingarveislur, þorrablót, erfidrykkjur, afmæli og fundir, svo eitthvað sé nefnt - að ógleymdum ógleymanlegum dansleikjum á síldarárunum. Húsið er reisulegt og snyrtilegt í alla staði. Herbergin eru tíu og eru allt frá eins manns herbergjum og upp í stóra "svítu". Að sögn eiganda er frekar aukinn ferðamannastraumur til Siglufjarðar og vegaáætlun gerir ráð fyrir nýjum jarðgöngum sem auðvelda samgöngur. Þetta hótel hentar mjög vel fyrir hjón sem kunna til matreiðslu- og framreiðsluverka. Ásett verð er 26,5 millj. kr., en áhvílandi eru 12 millj. kr. hagstætt lán.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.