Bjarnheiður Hallsdóttir er fædd á Akranesi árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og prófi sem rekstrarhagfræðingur með sérhæfingu í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja frá Fachhochschule München 1994.

Bjarnheiður Hallsdóttir er fædd á Akranesi árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og prófi sem rekstrarhagfræðingur með sérhæfingu í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja frá Fachhochschule München 1994. Hún var starfsmaður hjá þýska ferðaheildsalanum SET Reisen frá 1992-1997. Bjarnheiður stofnaði ferðaheildsalann Katla Travel ásamt Pétri Óskarssyni árið 1997 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar á Íslandi síðan. Hún á 40% hlut í ráðgjafarfyrirtækinu "Á sextán skóm" sem sérhæfir sig í ráðgjöf í ferðaþjónustu. Hún hefur starfað sem stundakennari við Ferðamálaskólann í Kópavogi frá 1996 (markaðsfræði og ferðafræði). Bjarnheiður á tvo syni, Jökul og Hall Bjarnasyni, sem eru 8 ára og 11 mánaða.

Bjarnheiður Hallsdóttir er fædd á Akranesi árið 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og prófi sem rekstrarhagfræðingur með sérhæfingu í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja frá Fachhochschule München 1994. Hún var starfsmaður hjá þýska ferðaheildsalanum SET Reisen frá 1992-1997. Bjarnheiður stofnaði ferðaheildsalann Katla Travel ásamt Pétri Óskarssyni árið 1997 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar á Íslandi síðan. Hún á 40% hlut í ráðgjafarfyrirtækinu "Á sextán skóm" sem sérhæfir sig í ráðgjöf í ferðaþjónustu. Hún hefur starfað sem stundakennari við Ferðamálaskólann í Kópavogi frá 1996 (markaðsfræði og ferðafræði). Bjarnheiður á tvo syni, Jökul og Hall Bjarnasyni, sem eru 8 ára og 11 mánaða.

Þýska flugfélagið Aero Lloyd hefur leiguflug milli Íslands og Þýskalands í dag. Flogið verður frá þremur borgum í Þýskalandi í sumar; Berlín, Frankfurt og München. Flogið verður til 30. ágúst. Íslenska ferðaheildsölufyrirtækið Katla Travel hefur milligöngu um þessi viðskipti og sér um sölu til íslenskra neytenda, sem geta keypt farmiða hjá Samvinnuferðum-Landsýn í gegnum hið svokallaða Flugfrelsi. Flogið verður einu sinni í viku, á fimmtudögum.

Hvernig komst þetta samstarf fyrirtækjanna á?

"Höfuðstöðvar okkar eru í Þýskalandi og því lá beinast við fyrir Aero Lloyd að leita til okkar um samstarfsaðila. Við sjáum sem sagt um sölumál á Íslandi og tökum flugvélarnar á leigu með þýska fyrirtækinu."

Hvernig hafa undirtektir verið?

"Þær hafa verið vægast sagt góðar og ferðirnar hafa slegið í gegn enda er verðskráin afar hagstæð neytendunum."

Hvert er hlutverk þitt hjá fyrirtækinu?

"Höfuðstöðvar Katla Travel eru í Þýskalandi og þar er söluskrifstofa. Öll úrvinnsla; skipulagning á ferðum fyrir einstaklinga og hópa, fer fram hér á landi og ég er mest í því að halda utan um það starf."

Hvað gerir þú í frístundum?

"Þær eru af skornum skammti, en auðvitað reyni ég að eyða þeim með fjölskyldunni ef ég get. Auk þess reyni ég að komast í laugarnar þegar færi gefst og les mjög mikið. Ég hef líka mjög gaman af ferðalögum, jafnt innanlands sem utan."

Kepptir þú ekki í sundi á sínum tíma?

"Jú, það gerði ég á mínum sokkabandsárum."

Vannstu til verðlauna?

"Já, ég vann til einhverra verðlauna á mótum á Akranesi. Uppáhaldsgreinin mín var 50 metra skriðsund."

Hver var besti tíminn þinn?

"Ég held ég hafi hraðast synt 50 metra skriðsundið á 33,1 sekúndu."