Freyjumenið, verðlaunagripur, Freyjuglímunnar sem fer fram í fysta sinn á sunnudag.
Freyjumenið, verðlaunagripur, Freyjuglímunnar sem fer fram í fysta sinn á sunnudag.
Í TILEFNI þess að kvennaglíma á Íslandi hefur verið stunduð í 10 ár verður á sunnudaginn efnt til svokallaðrar Freyjuglímu. Freyjuglíman er hliðstæð stórmóti karlanna, Íslandsglímunni sem keppt var í fyrst árið 1906.

Í TILEFNI þess að kvennaglíma á Íslandi hefur verið stunduð í 10 ár verður á sunnudaginn efnt til svokallaðrar Freyjuglímu.

Freyjuglíman er hliðstæð stórmóti karlanna, Íslandsglímunni sem keppt var í fyrst árið 1906. Sigurgripurinn í kvennaglímunni kallast Freyjumen og er búið til úr gulli, silfri og perlum og ber táknmynd Freyju, hinnar norrænu gyðju kvenna. Nafn sigurvegarans verður síðan grafið í menið sem er farandgripur um ókomna tíð.

Kvennaglíma hefur verið í nokkurri sókn undanfarin ár og nú er svo komið að um 200 stúlkur stunda þessu fornfrægu íþrótt.

Glímukonur keppa á öllum sömu mótum og karlarnir að frátalinni Íslandsglímu. Því þótti forráðamönnum íþróttarinnar kominn tími til slíkrar kvennakeppni. Freyjuglíman er einnig haldin í tengslum við kvennadaginn og mun sigurvegarinn hljóta nafnbótina glímudrottning Íslands. Ellefu stúlkur taka þátt í glímunni sem fram fer sunnudaginn 18. júní kl. 16 í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands við Háteigsveg.

Hér á myndinni til hliðar má sjá Freyjumenið, sem var smíðað hjá Gull- og silfursmiðju Ernu.