MARGT var um manninn á Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen barnalækni sem haldin var í Salnum í gærkvöldi. Fjölmargir listamenn, innlendir og erlendir, stigu þar á svið og fluttu fjölbreytta efnisskrá.

MARGT var um manninn á Sönghátíð til heiðurs Halldóri Hansen barnalækni sem haldin var í Salnum í gærkvöldi. Fjölmargir listamenn, innlendir og erlendir, stigu þar á svið og fluttu fjölbreytta efnisskrá. Halldór hefur um langt árabil verið kunnur af áhuga sínum og þekkingu á sönglistinni.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd lauk hátíðinni með því að söngvararnir afhentu Halldóri, allir sem einn, rósir sem þeir höfðu hlotið að launum fyrir frammistöðuna.