5. júlí 2000 | Íþróttir | 119 orð

Keflavík missir Liam O'Sullivan

LIAM O'Sullivan, skoski varnarmaðurinn hjá Keflavík, leikur ekki meira með Suðurnesjaliðinu í sumar. Hann heldur heim til Skotlands í dag þar sem hann hefur verið kallaður til æfinga hjá félagi sínu, úrvalsdeildarliði Hibernian.
LIAM O'Sullivan, skoski varnarmaðurinn hjá Keflavík, leikur ekki meira með Suðurnesjaliðinu í sumar. Hann heldur heim til Skotlands í dag þar sem hann hefur verið kallaður til æfinga hjá félagi sínu, úrvalsdeildarliði Hibernian. Alex McLeish, knattspyrnustjóri Hibernian, vill fá hann strax vegna meiðsla í leikmannahópnum en til stóð að O'Sullivan léki með Keflvíkingum út tímabilið til að öðlast reynslu.

Liam O'Sullivan kom til liðs við Keflvíkinga rétt fyrir fyrsta leik Íslandsmótsins í vor og hefur reynst þeim góður liðsstyrkur. Hann átti t.d. stórleik með þeim í fyrrakvöld þegar Keflvíkingar slógu KR út úr bikarkeppninni en þar hélt hann Andra Sigþórssyni algerlega niðri. Skarð hans í vörninni verður vandfyllt, ekki síst vegna þess að Kristinn Guðbrandsson er hættur að leika með Keflavíkurliðinu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.