engið hefur verið frá vali íslenska landsliðsins sem keppa mun á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Seljord í Noregi. Það er landsliðseinvaldurinn Vignir Jónasson sem valið hefur liðið en honum til aðstoðar á mótsstað verður Olil Amble.

engið hefur verið frá vali íslenska landsliðsins sem keppa mun á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Seljord í Noregi. Það er landsliðseinvaldurinn Vignir Jónasson sem valið hefur liðið en honum til aðstoðar á mótsstað verður Olil Amble.

Á fjórgangshestum munu keppa Hinrik Bragason á Farsæli frá Arnarhóli og Egill Þórarinsson á Glaumi frá Vallanesi, en þeir urðu fyrir skömmu Noregsmeistarar í tölti. Þá mun Reynir Aðalsteinsson keppa á Hruna frá Snartarstöðum. Hann hafði tryggt sér sæti í norska landsliðinu en var settur úr liðinu nýlega þar sem hann hefur verið lengi við störf í Þýskalandi. Sagðist Vignir þiggja liðsinni hans með þökkum og kvaðst gera sér góðar vonir með þá félaga.

Á fimmgangsvængnum verður Páll Bragi Hólmarsson með Ísak frá Eyjólfsstöðum, Jóhann R. Skúlason með stóðhestinn Þyt frá Hóli og Jóhann G. Jóhannsson verður með hryssuna Hrönn frá Goodemor. Hulda Gústafsdóttir mætir með Eitil frá Akureyri í samanlögðu en hún hefur þar titil að verja. Þá verður Sigurður Óskarsson með skeiðhestinn Elvar frá Búlandi en þau tvö síðastnefndu eru þau einu sem kepptu á síðasta Norðurlandamóti fyrir hönd Íslands.

Í ungmennaflokki keppa fyrir Ísland Einar Eysteinsson, Sigfús B. Sigfússon og Hinrik Þ. Sigurðsson en í unglingaflokki verða það Kristján Magnússon, Berglind Rósa Guðmundsdóttir og Freyja Amble Gísladóttir. Þau munu öll fá hesta ytra en ekki hefur verið gengið endanlega frá því hvaða hross verður um að ræða.

Vignir mun fara utan helgina fyrir mótið, sem hefst 10. ágúst og lýkur sunnudaginn 13. ágúst.