ÞREMUR mönnum, sem komu með ferjunni Norrænu frá Noregi, var synjað um landgönguleyfi á Seyðisfirði fyrir helgi. Mennirnir óskuðu eftir pólitísku hæli. "Því var hafnað m.a.

ÞREMUR mönnum, sem komu með ferjunni Norrænu frá Noregi, var synjað um landgönguleyfi á Seyðisfirði fyrir helgi. Mennirnir óskuðu eftir pólitísku hæli. "Því var hafnað m.a. á grundvelli samnings milli Norðurlandanna um það að pólitískir flóttamenn sem koma frá öðru Norðurlandi skuli sendir aftur til þess lands sem þeir komu frá. Norðmenn munu því taka einhverja ákvörðun um þetta mál," sagði Helgi Jensson, staðgengill sýslumanns á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblaðið.

Helgi segir engan mannanna hafa verið með pappíra í lagi, einn með falsað vegabréf og enginn af þeim með vegabréfsáritun. Ofangreind ákvörðun hafi því verið tekin, í samráði við Útlendingaeftirlitið.