Nafn féll niður Vegna ónákvæmni í dagskrá Bókastefnunnar í Gautaborg í haust féll nafn eins rithöfundarins niður í frásögn Morgunblaðsins. Andri Snær Magnason er meðal þeirra íslensku rithöfunda sem taka þátt í umræðufundum Bókastefnunnar.

Nafn féll niður

Vegna ónákvæmni í dagskrá Bókastefnunnar í Gautaborg í haust féll nafn eins rithöfundarins niður í frásögn Morgunblaðsins.

Andri Snær Magnason er meðal þeirra íslensku rithöfunda sem taka þátt í umræðufundum Bókastefnunnar. Hann mun ásamt fleiri höfundum ræða hlut byrjenda í ritlist.

Þess skal getið að Sigrún Eldjárn myndlistarmaður er höfundur veggspjalds Bókastefnunnar að þessu sinni. Sigrún mun sýna bókverk á sýningarsvæði Íslands í Gautaborg.