Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir bera saman bækur sínar fyrir keppnina í stangarstökki.
Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir bera saman bækur sínar fyrir keppnina í stangarstökki.
Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari hefur átt við hvimleið meiðsli að stríða í fæti. Hún mætti þó bjartsýn til leiks á meistaramótinu og hafnaði í öðru sæti á eftir Völu Flosadóttur er hún stökk auðveldlega yfir 3,60 metra. Hvernig ertu af meiðslunum?

Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari hefur átt við hvimleið meiðsli að stríða í fæti. Hún mætti þó bjartsýn til leiks á meistaramótinu og hafnaði í öðru sæti á eftir Völu Flosadóttur er hún stökk auðveldlega yfir 3,60 metra.

Hvernig ertu af meiðslunum?

"Ég var mjög góð í morgun þegar ég vaknaði en ég er ekki nógu góð núna eftir keppnina. Ég er að stefna á stærsta mót sem ég hef farið á og verð því að vera skynsöm," sagði Þórey, sem fór varlega í keppninni.

Gerði vindurinn ykkur erfitt fyrir?

"Ég bjóst við verra veðri. Þetta er það skásta sem ég hef stokkið í á Íslandi - var í fínu lagi."

Hvernig miðar undirbúningi að ÓL?

"Undirbúningurinn fór úrskeiðis vegna meiðslanna. Ég fór heim og er búin að vera í sjúkraþjálfun tvisvar á dag. Ég var komin með ágætis hraða í atrennuna og ég vona að ég hafi ekki týnt honum niður. Ég var búin að æfa mikið tækni í vetur þegar ég var meidd og þetta er eins og að læra að hjóla - situr í mér. Það eru þrjú stór mót í Svíþjóð sem ég ætla að taka þátt í. Ég vona að ég verði orðin nógu góð. Núna er aðallega mótaundirbúningur sem er framundan og svo kem ég heim á bikarinn og svo förum við út til Sydney 31. ágúst."

Hvernig miðar andlegum undirbúningi þegar svona meiðsli fara að trufla?

"Þetta er kannski í lagi núna en þegar meiðslin eru til staðar þá er maður náttúrlega dálítið stressaður, annars er þetta í góðum málum. Ég reyni að vera bjartsýn," sagði Þórey Edda.