Hugbúnaðurinn Cenium Travel byggist á upplýsingakerfinu Navision Financials og er  sniðinn að rekstri ferðaskrifstofa og  ferðaþjónustuaðila.
Hugbúnaðurinn Cenium Travel byggist á upplýsingakerfinu Navision Financials og er sniðinn að rekstri ferðaskrifstofa og ferðaþjónustuaðila.
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hospitality Solution Center (HSC hf.) hefur gert samning við Ferðaþjónustu bænda um kaup þess síðarnefnda á upplýsingakerfinu Cenium Travel.

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hospitality Solution Center (HSC hf.) hefur gert samning við Ferðaþjónustu bænda um kaup þess síðarnefnda á upplýsingakerfinu Cenium Travel.

Cenium Travel byggir á upplýsingakerfinu Navision Financials og er sérsniðið að rekstri ferðaskrifstofa og annarra ferðaþjónustuaðila. Kerfið hefur m.a. fengið vottun hjá Navision A/S í Danmörku sem viðbótarvara (add-on product) ofan á staðalkerfi Navision.

Að sögn Sævars Skaptasonar framkvæmdastjóra Ferðaþjónustu bænda hefur uppsetning Cenium Travel gengið vel fyrir sig og vonast hann til að fjárfesting í nýju kerfi skili sér strax í sumar, bæði í bættri þjónustu sem og skilvirkari rekstri. Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda eru nú um 130 bæir með um 2.800 rúm. Á skrifstofunni starfa átta manns við bókanir og aðra þjónustu við ferðamenn sem gista á bæjum innan Ferðaþjónustu bænda.

Innkoma Cenium Travel veitir fyrirtækinu möguleika á nýjum sóknarfærum þar sem bókanir um Netið verða mun aðgengilegri kostur en áður hefur verið. Að sögn Einars Skúla Hafberg, framkvæmdastjóra HSC, býður fyrirtækið nú upp á þrjár mismunandi lausnir í Cenium; Cenium Hotel, Cenium Travel og Cenium Conference & banqueting. HSC hefur afar einbeitta áherslu á að þjónusta og þróa eingöngu lausnir fyrir ferðaiðnaðinn og eru Cenium kerfin þróuð í náinni samvinnu við fyrirtæki innan íslenska ferðaiðnaðarins.

Með 55% markaðs- hlutdeild á Íslandi

Markaðssetning CENIUM hefur gengið vel á Íslandi en kerfið hefur staðið íslenskum aðilum til boða í eitt ár. Að sögn Einars Skúla hefur HSC náð 55% markaðshlutdeild hérlendis með Cenium á einu ári sem þýðir að 55% allra bókana í hótel- og gistirými fara í gegnum bókunarkerfið.

Markaðssetning Cenium á erlendum mörkuðum er þegar hafin og í gegnum samstarfsaðila HSC erlendis eru kerfi félagsins nú markaðssett í um 25 löndum í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Afríku á fjórum tungumálum; ensku, þýsku, rússnesku og tékknesku.