Verðum herða fræðaföng fram þó nokkuð líði, Auðuns leiðum svana söng Sigmundar að níði. Þjóðin fróð á fyrri tíð frá sem letrað heyri skjaldan baldið skráði níð skömmin þótti meiri.
Verðum herða fræðaföng
fram þó nokkuð líði,
Auðuns leiðum svana söng
Sigmundar að níði.
Þjóðin fróð á fyrri tíð
frá sem letrað heyri
skjaldan baldið skráði níð
skömmin þótti meiri.
Nú er sú hin svarta mennt
sumum töm úr æði
að níða lýð og láta á prent
last sem verst til stæði.
Fengu drengir fyrra ár
Fjölni hingað sendan,
þar í fara skrítnar skrár,
skoðum það í endann.
- - -
Sigurður Breiðfjörð.