1976 Aðeins hálfs árs gamall fer Tiger með Earl föður sínum á golfvöll og byrjar að sveifla golfkylfu í fyrsta sinn.
Sýndi listir sínar hjá Bob Hope
1977 Tiger kemur fram í sjónvarpsþætti hjá Bob Hope og sýnir listir sínar, aðeins tveggja ára gamall.1978 Tiger leikur níu holur á 48 höggum! Þriggja ára gamall.
1980 Bandaríska golftímaritið Golf Digest skrifar ítarlega grein um fimm ára undrabarn í golfi.
Vinnur mót - átta ára
1982 Tiger vinnur sitt fyrsta alvöru golfmót, átta ára að aldri.1986 Tiger endurtekur leikinn frá árinu 1982 og vinnur "Optimist International Junior Tournament" í annað sinn.
1987-1989 Sigurganga Tigers heldur áfram á Optimist International Junior Tournament.
1991 Tiger er valinn sem kylfingur ársins af golftímaritinu Golf Digest, sextán ára gamall.
1992 Í fyrsta sinn leikur Tiger sem gestur á atvinnumannamótinu Los Angeles Open.
1993 Tiger er boðið að taka þátt í þremur atvinnumannamótum sem gestur.
1994 Tiger byrjar sem námsmaður í Stanford háskólanum og vinnur tíu háskóla golfmót á tímabilinu 1995-1996. Sigrar á hinu stóra NCCA golfmóti háskólanema í Bandaríkjunum.
Gerist atvinnumaður
1996 Tiger gerist atvinnumaður í golfi eftir að hafa sigrað þrisvar sinnum í meistarakeppni áhugamanna eða US Open. Hann vinnur tvö mót á sínu fyrsta keppnistímabili og endar í 25. sæti á peningalistanum.1997 Á öðru ári sínu sem atvinnumaður, vinnur Tiger sitt fyrsta stórmót, Masters keppninna, og verður efstur á lista bandarískra kylfinga yfir unnið verðlaunafé á árinu.
1998 Tiger sigrar á fjórum atvinnumannamótum og endar sem kylfingur númer fjögur á peningalistanum.
1999 Tiger vinnur í annað sinn stórmót, PGA-meistaramótið, og verður einnig fyrstur á átta öðrum mótum. Hann endar langefstur á peningalistanum með rúmar 520 milljónir í verðlaunafé.
2000 ?