"Hmmm, hvernig væri nú að skella sér til Íslands?"
"Hmmm, hvernig væri nú að skella sér til Íslands?"
Á TÓNLEIKAÁÆTLUN bandarísku rokksveitarinnar Smashing Pumpkins, sem er að finna á heimasíðu um sveitina, www.spifc.org , stendur skýrum stöfum að sveitin hafi í hyggju að spila í Laugardalshöllinni 9. nóvember næstkomandi.

Á TÓNLEIKAÁÆTLUN bandarísku rokksveitarinnar Smashing Pumpkins, sem er að finna á heimasíðu um sveitina, www.spifc.org, stendur skýrum stöfum að sveitin hafi í hyggju að spila í Laugardalshöllinni 9. nóvember næstkomandi. Einnig stendur þar skýrum stöfum að tónleikarnir séu enn óstaðfestir. Það að sveitin skuli setja hallartónleikana á tónleikadagskrá sína þykir sýna að samningaviðræður séu komnar á það góðan rekspöl að sveitin geri ráð fyrir komu sinni hingað.

Eins og flestir rokkunnendur vita þá ætlar hljómsveitin að hætta samstarfi eftir að þessari tónleikaferð lýkur og samkvæmt tónleikadagskránni verða tónleikar sveitarinnar hér á landi þeirra síðustu. Þannig að ef af tónleikunum verður þá er hugsanlegt að það verði Íslendingar sem fái að hlýða á svanasöng hinna mölbrotnu graskera og því varla spurning hvort uppselt verði eður ei.