Eins og sjá má er jeppabifreiðin sem fór út af veginum í Eyjafjarðarsveit mjög illa farin.
Eins og sjá má er jeppabifreiðin sem fór út af veginum í Eyjafjarðarsveit mjög illa farin.
MIKIL umferð var á Akureyri og í nágrenni og fór hún að mestu vel fram að sögn lögreglunnar á Akureyri. Hins vegar varð árekstur tveggja bíla við mót Glerárgötu, Smáragötu og Grænugötu á föstudagskvöldið og valt annar bíllinn.

MIKIL umferð var á Akureyri og í nágrenni og fór hún að mestu vel fram að sögn lögreglunnar á Akureyri. Hins vegar varð árekstur tveggja bíla við mót Glerárgötu, Smáragötu og Grænugötu á föstudagskvöldið og valt annar bíllinn. Farþegi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðsli reyndust minniháttar.

Bílvelta varð einnig rétt sunnan við bæinn Arnarfell í Eyjafjarðarsveit. Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli reyndust ekki alvarleg. Ökumaður jeppans var ekki kominn með ökuréttindi.

Á sunnudagskvöldið var tilkynnt um innbrot í bifreiðaskoðunina Frumherja við Frostagötu. Var stolið þaðan 30.000 krónum og myndavél og einhverjar skemmdir unnar á hirslum og skápum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri.

Lögreglan tók einnig alls 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina.