Leikurum var vel tekið að lokinni sýningu.
Leikurum var vel tekið að lokinni sýningu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á FÖSTUDAGINN var gleði-, dans- og söngvasýningin Með fullri reisn frumsýnd í Tjarnarbíói.
Á FÖSTUDAGINN var gleði-, dans- og söngvasýningin Með fullri reisn frumsýnd í Tjarnarbíói. Um er að ræða íslenska leikuppfærslu leikstjórans Guðmundar Kristjánssonar á bresku kvikmyndinni margfrægu The Full Monty, um verkamennina atvinnulausu sem taka sig til og gerast fatafellur til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Myndin sló eftirminnilega og öllum að óvörum í gegn fyrir nokkrum árum og getur meira en verið að sviðsuppfærslan íslenska leiki sama leikinn. Leikarar og aðstandendur voru í sjöunda himni að lokinni frumsýningunni, enda heppnaðist hún skínandi vel og fékk rífandi viðtökur frumsýningargesta. Það var því ærin ástæða fyrir alla sem að verkinu koma að lyfta sér upp með fullri reisn.