HLJÓMSVEITIN "Peanut Factory" heldur djasstónleika á Sóloni Íslandusi í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Hljómsveitin er skipuð Hauki Gröndal á altsaxófón, Jesper Løvdal á tenórsaxófón, Jeppe Skovbakke á kontrabassa og Stefan Pasborg á trommur.
Þeir félagar eru allir búsettir í Kaupmannahöfn og hefur hljómsveitin verið starfrækt síðan í október sl.
Á tónleikunum leika þeir mestmegnis lög eftir sig sjálfa en einnig verk eftir O. Coleman og E. Dolphy.
Þeir hafa leikið víða í Kaupmannahöfn og spiluðu m.a. á hátíðinni Copenhagen Jazzfestival sem er nýafstaðin.