Judith Þorbergsson píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari.
Judith Þorbergsson píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari.
Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUNUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20:30 koma fram þær Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari.

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUNUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20:30 koma fram þær Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari og Judith Þorbergsson píanóleikari. Á efnisskrá eru Sónata í B-dúr eftir Alessandro Besozzi, Rómansa opus 21 eftir Axel Jørgensen, 1. kafli úr konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Henri Tomasi, Aria et polonaise eftir Joseph Jongen og Rómansa eftir Carl Maria von Weber.

Ingibjörg Guðlaugsdóttir lauk burtfararprófi árið 1995 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og stundaði síðan nám við Tónlistarháskólana í Gautaborg og í Kaupmannahöfn.

Judith Þorbergsson útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama árið 1988. Ári síðar fluttist Judith til Íslands og hefur starfað hér sem píanóleikari, fagottleikari og píanókennari. Judith kennir nú við Tónskóla Sigursveins.