Utangarðsmaðurinn fór að vanda létt með að ná  tónleikagestum  á sitt band.
Utangarðsmaðurinn fór að vanda létt með að ná tónleikagestum á sitt band.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ VORU fjögur til fimm þúsund gestir og fádæma fjör í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þar sem fram fóru rammíslenskir stórtónleikar.
ÞAÐ VORU fjögur til fimm þúsund gestir og fádæma fjör í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld þar sem fram fóru rammíslenskir stórtónleikar. Það voru heldur engir byrjendur í bransanum sem skemmtu viðstöddum heldur elsta starfandi hljómsveitin í dag, Lúdó sextettinn, gleðirokkararnir frá Kanada og síðast en ekki síst rokkarar allra alda Utangarðsmenn. Kanada og Lúdó sextettinn fóru létt með að framkalla svitaperlur á enni Bubba og því voru það sjóðheitir og syngjandi Hallargestir sem fögnuðu Utangarðsmönnum þegar þeir stigu fram á sviðið og sungu "þið munuð öll stikna!" Og þar fór Bubbi ekki með neinar ofsögur heldur var lýðurinn hreinlega að stikna í rokkandi látunum sem Utangarðsmenn töfruðu fram með hráu pönkrokkinu. Íslenskir rokkunnendur sýndu þar með að þótt sveitin sé búinn að vera geymd þá er hún sannarlega ekki gleymd!