Grindvíkingurinn Sinisa Kekic sækir hér að Vali Fannari Gíslasyni í leiknum í gærkvöldi.
Grindvíkingurinn Sinisa Kekic sækir hér að Vali Fannari Gíslasyni í leiknum í gærkvöldi.
Fjalar Þorgeirsson var öryggið uppmálað í marki Framara í gær er þeir sigruðu Grindavík 3:1. "Við erum frekar ánægðir. Við vorum að finna mennina inná miðjunni sem hefur ekki tekist. Daði og Kristófer voru að koma miklu betur inní leikinn.

Fjalar Þorgeirsson var öryggið uppmálað í marki Framara í gær er þeir sigruðu Grindavík 3:1. "Við erum frekar ánægðir. Við vorum að finna mennina inná miðjunni sem hefur ekki tekist. Daði og Kristófer voru að koma miklu betur inní leikinn."

Hvað var að þínu mati vendipunktur leiksins?

"Þriðja markið hjá okkur. Þeir voru komnir inní leikinn en við skorum beint í andlitið á þeim aftur.

Þú varst í miklu stuði í kvöld, varstu vel stemmdur?

"Þetta var minn besti leikur í sumar fyrir utan KR-leikinn. Ég var mjög vel stemmdur. Maður finnur tilfinninguna þegar maður á eftir að gera eitthvað gott og ég fann það í dag. Sjálfstraustið var í alveg bullandi góðu lagi."

Hvernig lýst þér á næsta leik gegn ÍBV í Eyjum?

Það er gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli síðan fyrir KR 1997. Ég hugsa að við förum í leikinn með því hugarfari að tapa ekki.

Eruð þið búnir að ná upp stöðugleika með þessum sigri?

"Það er erfitt að segja. Það var kominn tími til að við myndum vinna tvo leiki í röð. Við verðum bara að fagna vel í kvöld, halda okkur á jörðinni og byrja að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er örugglega erfiðasti leikur okkar á tímabilinu," sagði þessi litríki markvörður.

Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar