MIÐVIKUDAGINN 26. júlí nk. mun Úlfur Árnason halda erindið Grundvallarþættir í þróun fiska og uppruni fjórfætla. Úlfur er prófessor í erfðafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er þekktur fyrir undirstöðurannsóknir á erfðum hvala og sela.

MIÐVIKUDAGINN 26. júlí nk. mun Úlfur Árnason halda erindið Grundvallarþættir í þróun fiska og uppruni fjórfætla.

Úlfur er prófessor í erfðafræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er þekktur fyrir undirstöðurannsóknir á erfðum hvala og sela. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einnig beinst að uppruna og þróun annarra hryggdýra. Niðurstöður Úlfs benda til þess að uppruni og þróun fjórfætla sé með allt öðrum hætti en talið hefur verið.

Erindið verður haldið á Líffræðistofnun, Grensásvegi 12, í stofu G-6 kl. 16.

Öllum er heimill aðgangur.