PORTÚGALINN Luis Figo varð dýrasti knattspyrnumaður heims í gær þegar hann undirritaði sex ára samning við Real Madrid, sem keypti hann af erkifjendunum í Barcelona fyrir andvirði 4,4 milljarða króna.

PORTÚGALINN Luis Figo varð dýrasti knattspyrnumaður heims í gær þegar hann undirritaði sex ára samning við Real Madrid, sem keypti hann af erkifjendunum í Barcelona fyrir andvirði 4,4 milljarða króna. Árslaun hans verða andvirði 350 milljóna króna eftir skatta, næstum helmingi hærri en hjá Barcelona.

Figo var á meðal virtustu leikmanna Barcelona og mikil reiði er meðal stuðningsmanna liðsins í Katalóníu vegna sölunnar. "Hér eftir verður jafnvel bannað að nefna Figo á nafn hér," sagði formaður stuðningsmannafélags í Barcelona sem kennt hefur verið við Figo.

Portúgalinn er hér umkringdur nokkrum stuðningsmönnum Real Madrid.