Bræðurnir og kokkarnir Gunnar Páll og Sumarliði Rúnarssynir fagna opnun Vínbarsins.
Bræðurnir og kokkarnir Gunnar Páll og Sumarliði Rúnarssynir fagna opnun Vínbarsins.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var formlega opnaður nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Sá heitir Vínbarinn og eru það bræðurnir Sumarliði Rúnarsson, Gunnar Páll Rúnarsson og Elvar Aðalsteinsson sem reka staðinn.

Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var formlega opnaður nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur. Sá heitir Vínbarinn og eru það bræðurnir Sumarliði Rúnarsson, Gunnar Páll Rúnarsson og Elvar Aðalsteinsson sem reka staðinn.

Það er kannski engin tilviljun að Vínbarinn er til húsa á hæðinni fyrir neðan veitingahúsið Við tjörnina því þar voru bæði Gunnar Páll og Sumarliði í læri hjá föður sínum, Rúnari Marvinssyni matreiðslumeistara. "Við komum til með að vinna saman þegar við getum," segir Sumarliði um tengslin á milli staðanna tveggja. Á matseðli Vínbarsins eru ýmiss konar gómsætir smáréttir, "allt frá ólífum og brauði upp í ostadisk og djúpsteiktan smokkfisk. Við reynum að fara víðs vegar um heiminn í matargerðinni og bjóðum upp á það sem fer vel í maga með góðu vínglasi. En við reynum að spila matinn með víninu." Vínlisti staðarins er fjölbreyttur og er hægt að velja úr sjötíu tegundum léttvíns á flösku og tólf tegundum í glösum. Þá er alltaf sérstakt vín kynnt sem vín dagsins. "Við erum einnig með aðstöðu til að taka við hópum í sérstökum veislusal og getum þá m.a. boðið upp á vínsmökkun," segir Sumarliði. "Þetta er tilvalið fyrir saumaklúbbinn eða vinahópinn."