Anton Örn Kjærnested í fullum skrúða á bryggju  í Ólafsvík en hann hefur keppt á öllum 10 mótum Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness.
Anton Örn Kjærnested í fullum skrúða á bryggju í Ólafsvík en hann hefur keppt á öllum 10 mótum Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness.
Heil 27 tonn af fiski komu að landi á 10 ára afmælismóti Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness sem haldið var í Ólafsvík um síðustu helgi. Þetta mun vera mesti afli sem fengist hefur í sjóstangaveiðimóti svo vitað sé og er því um óopinbert heimsmet að ræða.
Heil 27 tonn af fiski komu að landi á 10 ára afmælismóti Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness sem haldið var í Ólafsvík um síðustu helgi. Þetta mun vera mesti afli sem fengist hefur í sjóstangaveiðimóti svo vitað sé og er því um óopinbert heimsmet að ræða. Meðalafli á stöng á aflahæsta bátnum, Jóhönnu SH, var 625 kg.

Róið var á 25 smábátum frá Ólafsvík, þrjár til fjórar stengur voru á hverjum báti og voru þátttakendur um eitt hundrað talsins. Aflahæsti bátur mótsins var Jóhanna SH en skipstjóri er Róbert Óskarsson og var hann einnig aflahæstur á mótinu í fyrra. Meðalafli á stöng hjá áhöfn hans var 625 kg. Aflahæst kvenna var Sigurbjörg Kristjánsdóttir frá Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness með 630 kg. Árni Halldórsson frá Akureyri var aflahæsti karlmaðurinn með 691 kg. Stærsta fisk mótsins veiddi Ólafía Þorvaldsdóttir sem krækti í tæplega 17 kg þorsk.

Ólafsvík. Morgunblaðið.