SKIP strandaði í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn síðdegis í gær. Vel gekk að losa skipið og skemmdir eru ekki taldar miklar. Sindri GK-42, sem er um 150 tonna stálskip, tók niðri á grynningum í vestanverðri innsiglingunni.

SKIP strandaði í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn síðdegis í gær. Vel gekk að losa skipið og skemmdir eru ekki taldar miklar.

Sindri GK-42, sem er um 150 tonna stálskip, tók niðri á grynningum í vestanverðri innsiglingunni. Hafnsögubátur og björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason fóru þegar á vettvang. Það tók hafnsögubátinn um tuttugu mínútur að losa Sindra sem sigldi að því búnu fyrir eigin vélarafli að bryggju. Þar skoðuðu kafarar ástand skipsins. Reyndist botn þess nokkuð laskaður og Sindri verður líklega tekinn í slipp innan skamms þar sem gert verður við skemmdirnar. Lögreglan í Keflavík telur að mönnum hafi ekki verið hætta búin af þessu óhappi.