MAGNÚS Aron Hallgrímsson vann Íslandsmeistaratitilinn í kringlukasti á meistaramótinu um helgina með því að kasta kringlunni 58,60 metra sem var þó einum sentímetra styttra en gesturinn Einar Kristian Tveitå.

MAGNÚS Aron Hallgrímsson vann Íslandsmeistaratitilinn í kringlukasti á meistaramótinu um helgina með því að kasta kringlunni 58,60 metra sem var þó einum sentímetra styttra en gesturinn Einar Kristian Tveitå. "Ég lagaði aðeins árangur minn á Laugardalsvellinum en vantaði herslumuninn að kasta yfir 60 metra en það voru jákvæðir punktar í þessu. Þetta var góð keppni og gaman að hafa gestina með en því miður tókst mér ekki að vinna þann norska," sagði Magnús, sem var þó nokkuð langt frá sínum besta árangri, sem er 63,09 metrar.

"Núna eru bara æfingar framundan og svo held ég til Svíþjóðar og legg lokahönd á undirbúning fyrir leikana. Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er áskorun og ég er mjög spenntur fyrir henni," sagði Magnús.