ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, lék sinn 200. leik í efstu deild í fyrrakvöld þegar lið hans mætti Keflavík.
ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, lék sinn 200. leik í efstu deild í fyrrakvöld þegar lið hans mætti Keflavík. Hann er fyrsti KR-ingurinn sem nær þessum áfanga en Þormóður hefur nú leikið 35 leikjum meira í deildinni en næsti maður, sem er Ottó Guðmundsson. Þormóður er jafnframt 20. íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem nær 200 leikjum og sá fyrsti í tvö ár. Hinsvegar hafa aðeins sex á undan honum spilað 200 leiki í deildinni fyrir sama félagið, Pétur Ormslev flesta fyrir Fram, 231. Gunnar Oddsson úr Keflavík er leikjahæstur allra með 273 leiki og bætir metið í hverjum leik.